Fuglarnir hans Oiva Toikka

Hann Oiva Toikka sem er eitt stærsta nafnið í finnskri hönnunarsögu hefur starfað fyrir Iittala í yfir 50 ár og það var árið 1972 þegar hann byrjaði að hanna frægu fuglana sína BIRDS BY TOIKKA. Fuglarnir eru allir munnblásnir í Nuutajarvi glerverksmiðjunni í Finnlandi þar sem Iittala hefur haft glerverkstæði sitt undanfarin hundrað ár. Það er teymi af 5 glerblásurum sem sjá um að koma lífi í fugla Toikka, en það tekur um 15 klukkustundir að búa til hvern fugl.

Fuglarnir eru gullfallegir og einstakir söfnunargripir þar sem að enginn þeirra er alveg eins.