Vorlegar blómaskreytingar í Epal Skeifunni þann 30. mars

Ragnhildur Fjeldsted, blómaskreytir verður hjá okkur fimmtudaginn 30. mars milli klukkan 15-18 og mun sýna hvernig hægt er að útbúa einfaldar og fallegar vor og páskaskreytingar. Ragnhildur rak um árabil blómabúðina Dans á Rósum og hefur haldið fjölda námskeiða um blómaskreytingar sem flestir ættu að geta nýtt sér. Verið hjartanlega velkomin.