TRIPP TRAPP

Til að fagna 40 ára afmæli verðlaunastólsins Tripp Trapp, var ákveðið að framleiða hátíðarútgáfu af honum. Stóllinn sem hannaður var árið 1972 af Peter Opsvik er einstakur fyrir þær sakir að hann er fyrsti stóllinn sem hannaður var með það í huga að geta vaxið með barninu. Þegar að Peter Opsvik hóf að hanna Tripp Trapp stólinn var hans markmið að hanna stól sem börn á öllum aldri gætu setið á við matarborðið en með olnboga í borðhæð.

 

Hátíðarútgáfa stólsins er úr gegnheilu olíbornu Beyki með áletrun Peter Opsvik á.

Stóllinn er klassísk, tímalaus hönnun sem endist í margar kynslóðir.