TAKMARKAÐ UPPLAG : POUL HENNINGSEN PH3 ½ -3

Í tilefni þess að danski hönnuðurinn Poul Henningsen hefði orðið 120 ára þann 9.september 2014, hefur Louis Poulsen hafið sölu á sérstakri útgáfu af ljósinu PH3 ½ -3 í takmörkuðu upplagi. Ljósið sem er eitt fyrsta ljósið úr PH seríunni er nú fáanlegt úr kopar og handblásnu gleri.

Ljósið verður einungis hægt að versla á tímabilinu 1.mars – 31.maí, og verður eftir það ófáanlegt.

Þetta einstaklega fallega ljós er nú til sýnis í verslun okkar Epal Skeifunni.