SUMARLEGIR GRASVASAR

Grasvasarnir frá Normann Copenhagen eru bráðsniðug hönnun með smá húmor. Vasarnir sem koma í þremur stærðum eru hugsaðir undir litlu smáblómin sem við oftast horfum fram hjá í daglegu lífi, þessi sem vaxa meðfram húsveggnum eða á túninu. Grasvasarnir eru fullkomnir undir þessi litlu blóm og færa náttúruna svo sannarlega inn á heimilið.

Vasarnir eru fallegir stakir eða nokkrir saman í hóp.

GAB1556_normann 153 grass-vase-pink-background Grass._Birdsview_300_dpiGAB1556_normann 182

207a6957-835f-4fec-9c3b-8f6636f32fde

Hönnunartvíeykið Claydies hannaði vasana árið 2008 og hafa þær hlotið verðlaun fyrir þá.

Grasvasarnir fást í Epal.