Sebra kynnir svarta viðarútgáfu af Sebra rúminu

Væntanlegt – Sebra Black Wooden edition – takmarkað upplag!

Sebra kynnir nú glæsilega svarta útgáfu af klassíska Sebra rúminu í takmörkuðu upplagi úr ‘FSC™ Certified wood’.

Black edition rúmið kemur í beyki sem meðhöndlað er með vatnsblönduðu og umhverfisvænu möttu svörtu lakki sem leyfir viðnum að njóta sín.

Við getum ekki beðið eftir Sebra Black Wooden útgáfunni en Sebra er líklega vinsælasta barnarúm allra tíma.

FSC vottun stendur fyrir (Forest Stewarship Council) þar sem skógum er stjórnað með sjálfbærum hætti og fólki sem þar starfar er tryggð menntun, vinnuöryggi og sanngjörn laun. www.fsc.org

Fylgist með á samfélagsmiðlum Epal þar sem tilkynnt verður þegar rúmið kemur í verslun sem verður snemma næsta árs.