NÝTT: URÐ – ilmandi vörulínu

Við vorum að fá til okkar nýtt íslenskt vörumerki sem við erum spennt að kynna fyrir ykkur.

URÐ er íslenskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir ilmandi vörulínu með árstíðirnar fjórar í huga. Vörulína URÐAR samanstendur í dag af ilmkertum, sápum og heimilisilmi. URÐ er gamalt, íslenskt orð og felur í sér vísun til markmiða og framleiðsluaðferða URÐAR. Vörurnar eru framleiddar úr bestu fáanlegu hráefnum og pakkað í fallegar og vandaðar umbúðir. Við framleiðsluna er stuðst við gamlar handverksaðferðir. Hver ilmur hefur það hlutverk að vekja upp minningar tengdar árstíðunum fjórum. Ilmirnir bera íslensk nöfn sem eru lýsandi fyrir hverja árstíð; BJARMI (vor), BIRTA (sumar), DIMMA (haust) og STORMUR (vetur).

 

Bjarmi táknar aukna birtu vorsins þegar náttúran vaknar eftir veturinn. Ilmurinn vekur minningar um hlýju frá arineldi í íslenskum sumarbústað að vori. Ilmurinn samanstendur af fersku svörtu tei, múskati og hlýjum sedrusviðartónum.

Birta táknar stöðuga birtu sumarsins. Ilmurinn er léttur, sætur og örlítið púðurkenndur. Hann vekur minningar úr bernsku um heyskap og saklausar sólkysstar kinnar. Ilmurinn samanstendur af hlýjum viðartónum, rafi og ferskum blómum.

Dimma táknar haustið og aukna dimmu. Ilmurinn er kraftmikill, kryddaður og ávaxtaríkur. Hann vekur minningar um skógarferð, nýfallin rauðbrún haustlauf og berjamó. Ilmurinn samanstendur af ávöxtum, kryddi, barrtrjám og villtum berjum.

Stormur táknar veturinn og minnir á kröftugar veðrabreytingar þess árstíma. Ilmurinn samanstendur af tóbakslaufi, hlýjum viðartónum, blómum og djúpum moskustónum.

SaveSave

This entry was posted in Blogg and tagged .