NÝTT: TRIIIO BORÐ EFTIR HANS BØLLING

Við vorum að fá til okkar glæsileg borð frá danska hönnunarfyrirtækinu Brdr. Krüger sem hönnuð eru af Hans Bølling. TRIIIO borðin voru upphaflega teiknuð árið 1958 en voru þó aðeins fyrst sett í framleiðslu núna og útfærð í náinni samvinnu Hans Bølling. TRIIIO borðin koma í þremur í ólíkum stærðum, sófaborð, hliðarborð og borðstofuborð, öll einstaklega glæsileg og elegant og hefur verið hugsað út í hvert og eitt smáatriði.

// Verð frá 169.000 kr. 

Krüger er fjölskyldurekið fyrirtæki og hafa þá átt í náinni samvinnu við Bøller fjölskylduna í gegnum þrjá ættliði. Allt frá því að ferill Hans Bølling hófst um 1950.

” Það hefur veitt mér ómælda gleði að fá að upplifa skissu og prótótýpu sem ég vann þegar ég var 27 ára gamall í höndunum á einstaklega færum handverskmönnum í Brdr. Krüger verksmiðjunni, að sjá þá vinna með töfrana sína og hvernig einfaldar og elegant breytingar hafa breytt upphaflegu skissunni minni í þrjú módernísk og elegant borð sem standast tímans tönn.”