NÝTT: STJAKI FRÁ HAF STUDIO

Við vorum að fá til okkar fallegan aðventustjaka í takmörkuðu upplagi sem nota má allan ársins hring úr smiðju HAF studio sem hjónin Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir standa að baki.

Stjaki er einfaldur en margnota kertastjaki sem hannaður er bæði fyrir venjuleg kerti og sprittkerti. Stjaki er hugsaður fyrir öll tilefni og gaman er að skreyta hann eftir árstíðum. Passa þarf uppá að fara aldrei frá honum með logandi kertum, líkt og við á um aðra kertastjaka. Stjaki er gerður úr stáli sem er pólýhúðað og hönnun og öll framleiðsla fer fram á Íslandi.

15109566_10154708023534104_2317840859238863648_n

15178978_10154708022779104_5583984488549961763_n

Ljósmyndir : Gunnar Sverrisson