NÝTT: SKANDINAVISK ILMOLÍUR

SKANDINAVISK hefur nú bætt við enn einni rósinni í hnappagatið með þremur ilmolíum fyrir líkamann innblásnum af norrænni náttúru. SKANDINAVISK eru þekktust fyrir hágæða ilmkerti sín og heimilisilmi sem njóta mikilla vinsælda þeirra sem kunna að meta góða hönnun og vel ilmandi heimili.

ESCAPE TO NATURE línan samanstendur af þremur ilmolíum fyrir líkamann, þróaðar undir áhrifum norrænnar náttúru. Ilmolíurnar koma í stílhreinu og elegant glasi með roll-on sem hentar vel fólki á ferð og flugi.

Ilmolíurnar HEIA, LYSNING OG ROSENHAVE eru fágaðar, mjúkar, mildar og endast vel. Verð 4.500 kr. –