NÝTT Í EPAL: RAANYK PLAKÖT

RAANYK er ungt hönnunarteymi sem fyrst og fremst hannar falleg plaköt sem prýða geta hvert heimili.

Plakötin eru prentuð eftir pöntunum og eru litirnir í plakötunum unnir eftir PANTONE litakerfinu.
REYKJAVÍK serían er fyrsta plakatið sem kom út hjá RAANYK, hverju og einu hverfi Reykjavíkur eru gerð góð skil í seríunni. Plakötin eru unnin að erlendri fyrirmynd en hönnun og framleiðsla er íslensk.

Öll plakötin eru prentuð á 200. gr silk pappír. RAANYK plakötin fást í Epal Hörpu.

19313_857686497599843_9003182627194393247_n 988536_859277417440751_7599804130839191626_n 11193221_857686464266513_2522557162800866442_n 11220817_857686527599840_5729300776587909311_n 11329849_867845136583979_8682097836462592594_n 11742766_890553440979815_7040832257587823129_n

Hér að ofan má sjá brot af plakata úrvalinu sem fæst í Epal Hörpu, kíktu við og sjáðu úrvalið.