NÝTT FRÁ VORHUS LIVING BY SVEINBJÖRG

Við vorum að fá til okkar glæsileg og vönduð rúmföt frá íslenska hönnunarmerkinu Vorhus living by Sveinbjörg. Rúmfötin koma í þremur litum, bleikum, bláum og gráum og kosta þau 15.900 kr.

Vorhus living er hönnunarhús sem vinnur náið með völdum hönnuðum að vöruþróun, framleiðslu og sölu á fallegum vörum sem hafa gott notagildi og eru framleiddar úr hágæða efniviði hverju sinni. Fyrirtækið er upprunalega stofnað í lok árs 2007 af Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur og hefur um árabil selt hönnunarvörur undir nafni Sveinbjargar með góðum árangri. Samhliða auknum vexti erlendis og áhuga hönnuða á starfsemi fyrirtækisins var ákveðið að víkka út starfsemina í hönnunarhús og breyta nafni fyrirtækisins í Vorhus living.

Vorhus living dregur nafn sitt af gömlu bæjarnafni húss á Eyrarbakka sem langamma Sveinbjargar átti og hét Vorhús. Nafnið vísar til vorsins þegar ungar fæðast, gróður grænkar og líf færist í móana. Litrík náttúran og fjölbreytileiki hennar er okkar fyrirmynd. Það er því stefna fyrirtækisins að skapa líflegar vörur úr fjölbreyttum efnivið og að vera staður þar sem fólk kemur saman og skapar framtíðina.

Sveinbjörg Hallgrímsdóttir

Sveinbjörg Hallgrímsdóttir er myndlistamaður og einn af hönnuðum Vorhus living. Hún er jafnframt stofnandi fyrirtækisins og annar eigandi þess. Vörulína hennar einkennist af munstrum úr náttúrunni sem eru litrík og lifandi. Fjölbreytt vöruúrval og fjölbreyttir efniviðir eru ríkjandi og því ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Sveinbjörg hefur starfað sem myndlistamaður og myndlistarkennari á árum áður, þó einna helst vann hún í grafík og þá aðallega í tréristur og kopar. Þaðan koma mynstur hennar og hönnun og á þeim verkum byggir vörulína hennar. Það er íslenska náttúran sem er henni hvað mest hugleikin og veitir henni sterkan innblástur og er rauði þráðurinn í hönnun hennar.

 

Ásamt rúmfötunum bjóðum við í Epal upp á frábært vöruúrval frá Voruhus living by Sveinbjörg.