NÝTT FRÁ TULIPOP: SKÓLAVÖRUR

Við vorum að fá glænýjar og frábærar vörur fyrir skólann sem bætast við sístækkandi ævintýraheim Tulipop. Vörurnar sem um ræðir eru fallegar og litríkar skólatöskur, sundpokar og pennaveski.

_W4B5068

Tulipop skólatöskur

 • Vandaðar skólatöskur sem henta yngri skólakrökkunum, upp í 12 ára aldur.
 • Úr efni sem hrindir frá sér vatni.
 • Með endurskini á hliðum og á axlarólum. .
 • Með bólstruðu baki, stillanlegum axlarólum og ól yfir bringu.
 • Hafa fengið vottun iðjuþjálfa.
 • Með fjölmörgum innri vösum, hólfi fyrir möppu, klemmu fyrir lykla og sérstöku plasthólfi fyrir nesti.
 • Hægt að festa sundpoka framan á töskuna.

Tulipop sundpokar

 • Vandaðir sundpokar úr efni sem hrindir frá sér vatni.
 • Með renndum innri vasa.
 • Hægt að festa framaná Tulipop skólatöskurnar.

Tulipop pennaveski

 • Vandað pennaveski sem er í stíl við Tulipop skólatöskurnar og sundpokana.

_W4B5241 _W4B4952 _W4B4355

MissMaddyDrawstring-2GloomyDrawstring FredDrawstring MissMaddyPencilCase_1FredPencilCase_2 GloomyPencilCase_2

 

Falleg íslensk hönnun fyrir káta skólakrakka.

Komdu við og sjáðu úrvalið frá Tulipop!