Nýjar og umhverfisvænni áherslur hjá SKANDINAVISK

Nú kynnir SKANDINAVISK nýja og endurbætta vörulínu, allt frá ilmunum, formúlum, pakkningum, innkaupum og hönnun. Bætt vistfræðilegt fótspor.

“Ekki vegna þess að við erum ekki stolt af því sem við höfum áorkað hingað til, heldur vegna þess að við vitum að það er hægt að gera betur. Ástæðan kemur frá vaxandi vitundarvakningu að kaupvenjur okkar hafa áhrif á meira en bankareikninginn.

Hvort sem þú trúir á loftlagsbreytingar eða ekki, þá er ómögulegt að halda því fram að kauphegðun okkar og framleiðsla á vörum til neyslu – hafi ekki mjög neikvæð áhrif á sameiginlega framtíð okkar.

Svo við ákváðum að skora á okkur og bæta allt sem við höfum gert. Til þess að skilja eftir minna vistfræðilegt fótspor.”

  • Allir ilmir eru svo öruggir að þeir krefjast engra viðvörunartákna á umbúðum og innihalda engin efni sem bera grun um hormónatruflanir eða eru krabbameinsvaldandi.
  • Framleitt í Danmörku, og á hverri vöru er lýst nákvæmu magni af innihaldsefnum, náttúrulegum, vottuðum, lífrænum, staðbundnum ásamt ilmefnum.
  • Nýjar plastumbúðir eru úr endurnýjanlegu lífplasti
  • Nýr grunnur að kertavaxinu er unninn úr sænskri repjuolíu sem er rekjanleg, sjálfbær og án GMO (genabreytt efni).
  • Glerkrukkur fyrir kertin eru nú stærri og endingarbetri með meiri hitavörn fyrir lengri líftíma. Glerið er framleitt í Evrópu úr 30% endurunnu gleri, það þolir einnig að fara í uppþvottavél fyrir endurnýtingu þegar vaxið klárast. Viðarlokið er unnið úr beyki sem kemur úr evrópskum FSC vottum skógi.
  • Heimilisilmirnir eru endurhannaðir í takt við kertalínuna og áfyllingarnar eru nú í endurunnum plastflöskum (rPET) og innihalda 8 stangir. Ending er 3 mánuðir +.
  • Allar umbúðir og kort eru unnin úr pappír sem kemur úr sænskum skógum, litað með náttúrulegum efnum og er FSC vottað.
  • Allar vörur SKANDINAVISK eru 100% lífrænar (vegan) og hlífir dýrum (cruelty free)
  • Uppfærð og fáguð hönnun sem sýnir betur hvað SKANDINAVISK stendur fyrir.

SKANDINAVISK eru þekktust fyrir hágæða ilmkerti sín og heimilisilmi innblásið af norrænni náttúru. Vörurnar njóta mikilla vinsælda þeirra sem kunna að meta gæði, góða hönnun og vel ilmandi heimili.

Þú finnur SKANDINAVISK í verslunum Epal –