Ný sending af fallegum mottum frá Lorena Canals

Lorena Canals framleiðir gæða bómullarmottur fyrir barnaherbergið og heimilið sem má þvo í þvottavél.

Lorena Canars var stofnað árið 1990 og hannar og framleiðir fallegar og stílhreinar mottur með gott notagildi. Motturnar eru búnar til úr 100% bómull og mæta motturnar nútíma þörfum og má því setja þær í þvottavél.

Þetta hófst allt þegar stofnandinn spurði sjálfa sig: „Afhverju er ekki hægt að þrífa mottur barnanna heima?“ Með enga lausn sjáanlega á markaðnum, ákvað hún að fara sjálf í málið. Í dag er Lorena Canals með tvær verksmiðjur í Indlandi ásamt skrifstofum í Barcelona og New York og framleiðir mottur fyrir heimili, bæði sem hentar fullorðnum og börnum.

Lorena Canals motturnar eru gerðar úr miklum gæðum og framleiddar við bestu aðstæður í verksmiðjum sem bera ábyrgð á starfsfólki hvað varðar laun og aðstæður.

Motturnar eru fáanlegar í margskonar útgáfum, litum og stærðum sem gerir þær hentugar fyrir hvaða herbergi sem er.

– Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal –