Ný og uppfærð Lúlla dúkka – svefnlausn fyrir börn frá fæðingu

Við kynnum nýja og uppfærða Lúllu dúkku frá RoRo. Þrjá mismunandi gerðir, lengri hljóðspilun, lífrænt vottað efni og auk þess getur Lúlla núna setið.

Lúlla dúkkan er svefnlausn ætluð börnum frá fæðingu. Dúkkan líkir eftir nærveru foreldris í slökun og spilar upptöku af hjartslætti og jóga öndun í 12 klukkustundir. Hönnun Lúllu byggir á rannsóknum sem sýnt hafa að nærvera bætir svefn, vellíðan og öryggi. Lúllu er ætlað að hjálpa börnum að sofa þegar foreldrar geta ekki sofið hjá þeim og hentar bæði fyrir lengri svefn á næturnar og fyrir hvíld á daginn.

Inni í dúkkunni er tæki sem spilar upptöku af hjartslætti og andardrætti móður í slökun.

Hugmyndin að Lúllu er byggð á niðurstöðum fjölmargra rannsókna á sviði heilbrigðisvísinda. Rannsóknir sýna að andardráttur og hjartsláttur er jafnari þegar ungabörn finna fyrir nærveru foreldra sinna, þeim líður almennt betur, þau hvílast betur og sofa lengur. Þetta verður aftur til þess að allur taugaþroski eflist. Aukin vellíðan barna og betri svefn hefur einnig jákvæð áhrif á móður og föður. Þannig verður til jákvæð hringrás þar sem hver þáttur styður við annan.  Lúlla er ætluð ungbörnum. Við þróun var þó sérstaklega hugsað til fyrirbura og veikra ungbarna sem upplifa skerta nærveru og þurfa að liggja ein yfir nætur á spítala en dúkkan á þá að virka eins og nokkurs konar staðgengill foreldra. Þessi börn eru líka viðkvæmustu einstaklingarnir og þurfa á mestum stuðningi að halda.