LOVE lakkrísinn 2019 frá Lakrids by Johan Bülow

Ef þú ert að leita að hinni fullkomnu Konudagsgjöf handa ástinni þinni þá eigum við til mikið úrval af fallegum tækifærisgjöfum. Fyrst og fremst er það LOVE lakkrísinn sjálfur frá Lakrids by Johan Bülow sem er ómótstæðilega góður og ekki skemmir fyrir hversu fallega hannaðar umbúðirnar eru. LOVE lakkrísinn er tilvalinn til að deila með ástinni sinni.

LOVE lakkrísinn er í ár annarsvegar samblanda af sætum súkkulaðihúðuðum lakkrís með jarðaberjum og rjóma, og hinsvegar er það súkkulaðihúðaður rauður lakkrís með trönuberjum. Báðir eru einfaldlega ómótstæðilega góðir og við mælum með að smakka báðar tegundir, þú verður ekki svikin/n!