Léttur glæsileiki í splunkunýju eldhúsi frá Vipp

Danska hönnunarfyrirtækið Vipp kynnir nýtt eldhús sem á engan sinn líka.

Með arfleið sína sem liggur í málmsmíði sem snýst aðallega í kring um stál kemur VP3 eldhúsið með ferskt útlit, klætt pressuðu áli.

„Ég held að okkur hafi tekist að búa til einstakt eldhús sem er eins og skúlptúrverk eitt og sér,“ segir Kasper Egelund, forstjóri, og þriðju kynslóðar Vipp eigandi.

Eld­hús­hönn­un Vipp er hugsuð þannig að not­and­inn get­ur raðað sam­an sínu drauma­eld­húsi eft­ir þörf­um og ósk­um, nýja VP3 eldhúsið færir kunnuglegri eldhúshönnun Vipp sérstakan karakter og ferska ásýnd. Eldhúsið hvílir nánast áreinslulaust á fjórum fótum, og hafa verkfræðingum Vipp enn aftur tekist að blanda hversdagslegu notagildi eldhúss við mínimalíska fagurfræði Vipp húsgagna.

Hér mætist ein­fald­leik­inn og fag­ur­fræðin í stór­kost­legri hönn­un á eldhúsi.

Kynntu þér betur VP3 eldhúsið frá Vipp á heimasíðu vipp.com, eldhúsið verður þó fyrst um sinn aðeins fáanlegt beint frá Vipp.