KLASSÍSK HÖNNUN: TON

Tékkneska húsgagnafyrirtækið TON á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1861. TON var stofnað af húsgagnasmiðnum Michael Thonet en nafnið vísar þó ekki aðeins í nafn stofnanda þess heldur í tékknesku orðin Továrna Ohýbaného Nábytku sem stendur fyrir formbeygð-húsgagna-framleiðsla.

TON er elsta húsgagnaframleiðslufyrirtæki í heiminum sem formbeygir við og er það í dag stærsti framleiðandi í Evrópu sem sérhæfir sig í formbeygðum viðarhúsgögnum.

11_chair-002-311002-006

TON framleiðir m.a. stól nr.14 eða öðru nafni Vínarstólinn sem er hinn eini sanni kaffihúsastóll. Stóllinn er framleiddur úr formbeygðum við með sérstakri tækni sem fundin var upp um miðja 19.öld. Stólinn má finna á listasöfnum og kaffihúsum um heim allan svo miklar eru vinsældir hans. Sagt er að á hverjum degi sé a.m.k. eitt almenningsrými fyllt með húsgögnum frá TON, allt frá litlum kaffihúsum til stærðarinnar hótela.

Screen-Shot-2014-05-16-at-10.58.08-PM

Screen-Shot-2014-05-16-at-10.57.18-PM Screen-Shot-2014-05-16-at-10.59.46-PM Screen-Shot-2014-05-16-at-11.01.20-PM Screen-Shot-2014-05-16-at-11.02.14-PM Screen-Shot-2014-05-16-at-11.04.42-PM TON-furniture_dezeen_ss_5

Alla tíð vann Thonet að þeirri hugsjón sinni að búa til falleg húsgögn sem allir gætu eignast, og sú hugsjón hans hefur svo sannarlega ræst.

Í dag bíður TON upp á mjög gott úrval af stólum, borðum og öðrum húsgögnum á góðu verði. Húsgögnin eru tímalaus og gerð úr miklum gæðum. Vörurnar eru allar látnar fara í gegnum strangt gæðapróf til að geta staðist sem best tímans tönn og mikla notkun. Einnig eru allar TON vörur með 5 ára ábyrgð.

TON stendur fyrir gæði og klassík, kynntu þér úrvalið! Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.ton.eu