ÍSLENSK HÖNNUN: JAKOB & RONJA

Borðlamparnir JAKOB & RONJA sem hannaðir eru af Dóru Hansen og voru frumsýndir í Epal á Hönnunarmars fyrr á árinu eru komnir í sölu hjá okkur.

Skermarnir eru smíðaðir úr íslensku lerki frá Hallormsstaðaskógi og lampafætur eru úr pólýhúðuðu stáli. Lamparnir koma í tveimur stærðum og þremur litum, hvítur, dökkgrár og riðbrúnn. Lamparnir eru hannaðir fyrir GU10 LED peru og eru dimmanlegir. Peran lýsir upp í lokaðan skerminn sem endurkastar ljósinu niður, ljósið tekur í sig mjúkan lit frá viðnum.

01 lamp 02 lampi 03 lami 04 05 (2) 07 08 9 10 11

Falleg íslensk hönnun fyrir heimilið.