ÍSLENSK HÖNNUN : ART OF MÁR

Við kynnum ný og spennandi íslensk veggspjöld í Epal, Art of Már.

Hönnuður Art of Már er arkitekinn Magnús Már sem elskar að skapa og hanna í sínum frítíma. Fyrsta hönnunarlína Art of Már eru Kennileitin, þar túlkar hönnuður á sinn hátt kennileiti Íslands. Í línunni eru 12 verk.

Á Instagram síðu Epal @epaldesign má finna gjafaleik þar sem einn heppinn fylgjandi fær veggspjald að eigin vali í gjöf.