Innblástur : Klassíski Mags sófinn frá HAY

Uppgötvaðu HAY heiminn í verslunum Epal

Hay er danskt hönnunarmerki sem slegið hefur í gegn á heimsvísu fyrir skemmtilegt úrval af hönnunarvörum, húsgögnum, mottum og smávörum fyrir heimilið og skrifstofuna. Markmið Hay er að framleiða einstaka gæða hönnun á góðu verði með virðingu fyrir danskri hönnunarsögu og hefðum.

Klassíski Mags sófinn frá HAY er einn af okkar vinsælustu sófum og í október bjóðum við 20% afslátt af Mags sófum í öllum áklæðum og útgáfum. Mags sófinn samanstendur af margnota einingum svo hægt er að sérsníða sófann eftir þínum hugmyndum, með legubekk, horneiningu eða viðbótarsætum til að henta hverju rými. Kíktu við hjá okkur og fáðu ráðgjöf við valið á þínum Mags sófa. Afslátturinn gildir frá 1. – 31. október.