Humdakin: Einfalt ráð til að halda heimilinu hreinu og snyrtilegu

Vinkonur okkar hjá Humdakin mæla með að nýta 10-15 mínútur á hverjum degi til að halda heimilinu hreinu í stað þess að taka frá heilan dag fyrir þrif og tiltekt.

„Eitt af mínum bestu ráðum er að sameina þrif með einhverju sem þér þykir skemmtilegt eða notalegt. Hlustaðu á hljóðbók á meðan eða þurrkaðu af á meðan það hellist uppá kaffið. Það þarf ekki meira en það.“ Segir Camilla, stofnandi Humdakin.

Eitt af þeim skrefum sem Humdakin hefur tekið til að auðvelda þrifin var að kynna hina fullkomnu tvennu sem hjálpar þér að halda heimilinu hreinu og vel ilmandi. Um er að ræða alhliða hreinsir og spreybrúsa. Varan virkar þannig að þú blandar um 5 ml af Universal Cleaner í spreybrúsann og fyllir upp með vatni. Í hverj­um brúsa nærðu um 200 áfyll­ing­um og þú getur notað efnið á allt yfirborð, gler, við, marmara og allt annað sem þarf að þurrka af og ilmurinn er dásamlegur.

Smelltu hér til að skoða Humdakin í vefverslun Epal.  Athugið að vörurnar eru seldar í sitthvoru lagi, spreybrúsi og Universal cleaner.

Epal er stoltur söluaðili Humdakin sem er danskt vörumerki sem býður m.a. upp á úrval af hágæða og nútímalegum húð- og hreinsivörum sem eru auðveldar í notkun, góðar fyrir húðina og áhrifaríkar. Umbúðirnar eru einnig sérstaklega smekklegar og gera þrifin örlítið fallegri og auðveldari.
Humdakin gerir út á gæði, notagildi, einfaldleika og skandinavíska hönnun og við erum viss um að þið eigið eftir að elska Humdakin jafn mikið og við.

Vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar 100% lífrænar og án aukaefna. Vörulínan er innblásin af dönskum ströndum og skógum, með meðvitund um áhrif á umhverfið og er meðal annars allur textíll gerður úr GOTS vottuðum bómull og hreinsivörur ásamt sápum eru án parabena og litaefna.

Kynntu þér Humdakin vöruúrvalið í vefverslun Epal.is
www.epal.is/vorumerki/humdakin