HÖNNUNARMARS: WELLING/LUDVIK

Epal tekur virkan þátt í HönnunarMars eins og undanfarin ár með því að sýna verk hátt í 30 hönnuða í verslun sinni Skeifunni 6 dagana 12-17 mars. Frá stofnun fyrirtækisins árið 1975 hefur Epal haft að leiðarljósi að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja góða hönnun og gæðavörur fyrir viðskiptavini sína. Hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Hee Welling og Guðmundur Lúðvík skapa saman hönnunarstúdíóið Welling/Ludvik sem notið hefur mikillar velgengni í Skandinavíu og er hönnun þeirra í framleiðslu af þekktum hönnunarfyrirtækjum eins og Erik Joergensen, Fredericia og Caneline.

Á HönnunarMars í Epal sýnir Welling/Ludvik vörur sem þeir hafa hannað fyrir áðurnefnd fyrirtæki, þar getur að líta sófa, útihúsgögn, sófaborð, stóla og borð. Sjón er sögu ríkari.

Wellingludvik_Area_C Wellingludvik_Lagoon_B Wellingludvik_Lagoon_C Wellingludvik_Less_A Wellingludvik_Less_B Wellingludvik_Mesa_B Wellingludvik_Mesa_D Wellingludvik_Pato_C Wellingludvik_Pato_E Wellingludvik_Sola_A 27ef868543abf9c4e16439c1aeb8f0bd

Epal mun í ár sýna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða jafnt ungra sem reyndari.

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.