Hönnunarmars í Epal: FÆR-ID

FærID kynnir fjórar nýjar vörur á Hönnunarmars; hitaplatta, púða, bókamerki og koll.
FærID er þverfaglegt hönnunarteymi en það skipa Þórunn Hannesdóttir, Karin Eriksson auk Herborgar Hörpu Ingvarsdóttur.
Hönnuðirnir sækja m.a. innblástur sinn í norræna sögu og hefðir, og með vörunum er oftar en ekki leitast eftir að fanga gömul gildi, sem oft á tíðum eru gleymd, og aðlaga að nútímalífstíl.