HönnunarMars : Hlynur Atla

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

Hlynur Atlason er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars en hann rekur hönnunarstofuna ATLASON í SoHo hverfi New York borgar þar sem hann hefur verið búsettur í tæpa tvo áratugi. Nýjasta hönnun hans er húsgagnalínan Von sem hönnuð var fyrir breska húsgagna framleiðandann Ercol.

Von vörulínan samanstendur af mismunandi einingum af sætum og borðum sem hægt er að raða saman til að útbúa sérhannaða samsetningu sem sniðin er að þörfum heimils eða almenningsrýmis og þjónar jafnt hlutverki til slökunar eða samveru. Von húsgagnalínan hefur hlýlegt yfirbragð og er framleidd úr gegnheilum aski eða hnotu og fæst í hinum mismunandi áklæðum og litum.

Von hægindarstóllinn prýðir forsíðu nýjasta Elle Decoration.