HÖNNUNARMARS: HJALTI AXELSSON

Hjalti Axelsson lærði vöruhönnun við Listaháskóla Íslands 2006-2009 og lauk Magister gráðu í Iðnhönnun við Universtiat fur angewandte kunst í Vínarborg 2014 þar sem hann býr og starfar sem hönnuður. Á HönnunarMars sýnir hann fjölnota húsgagnið The lazy butler. Það má nota bæði sem stól og borð, hægt er að hengja föt á það sem og geyma í því persónulega muni.

Þegar fólk flutti úr sveitunum til borgarinnar á tímum iðnbyltingarinnar á árunum 1760-1870 tók að fjölga í borgunum og þær stækkuðu óðum. Það er áhugavert að skoða hvaða hluti fólk tók með sér, segir Hjalti.

“Kistillinn er persónulegast hluturinn sem fólkið úr sveitunum átti og hafði með sér og var ein verðmætasta eign þeirra og gegndi líka hlutverki borðs og sætis á löngum ferðalögum eða inni á heimilinu. Ég hanna húsgagn sem innifelur þetta persónulega rými og þá umbreytingu sem verður á einstaklingi við það að koma heim til sín. Þegar hann fer úr borgarlegu fötunum sínum og slakar á.”

kvk model lazy butler

“Ljósastaur The lazy butler er mín tenging við þá framþróun sem fylgdi iðnbyltingunni þegar götur borganna urðu upplýstar sem og tenging við heimkomuna að kveikja ljós og hengja af sér. Bakkinn í húsgagninu er ætlaður fyrir það sem við erum með í vösunum t.d. símann, peningaveskið, smáaura og því um líkt. Stærra hólfið gæti til dæmis geymt höfuðföt og hanska. En hver veit hvað er geymt undir yfirborðinu.”

L.butler12 copy

mcZq7Y2hPh9dzay9HNWzq-IkhwNmjApC80ia91Mqk8o

 

 Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Epal mun í ár sýna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða jafnt ungra sem reyndari.

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.