Herb Stand og Herb Garden

Herb Stand er ný vara frá Normann Copenhagen. Þetta er kryddjurtastandur sem er tilvalinn í eldhúsgluggann undir myntuna í mojitoinn og fyrir graslaukinn í bökuðu kartöfluna. Það fylgja skæri með og þau geymast ofan í miðjum standinum.

Herb Stand kostar 4.950 kr.

Svo má ekki gleyma Herb Garden frá Royal VKB sem er búinn að vera í sölu hjá okkur síðan síðasta sumar. Ég mundi lýsa Herb Garden sem kryddjurtagarði í eldhúsinu, vegna þess að þar er hægt að planta mörgum kryddjurtum í sama rýmið.

Herb Garden kostar 4.900 kr.