Hay fer í hundana

Hið ástsæla danska hönnunarmerki, Hay kom rækilega á óvart á dögunum þegar það kynnti til sögunnar ferska nýja vörulínu, hannaða fyrir enga aðra en okkar ferfættu vini.

Um er að ræða spennandi samstarf milli Mette Hay (eiganda Hay) og vinkonu hennar, Barbara Maj Husted Werner. Hay Hundar er vörulínu hönnuð fyrir hundaeigendur og gæludýrin þeirra, litríkir og fjörugir fylgihlutir sem smellpassa vel við einkenni og annað vöruúrval Hay. Í vöruúrvalinu má finna litrík hundabæli, ólar, matarskálar og flotta hálsklúta sem eru skemmtilegir aukahlutir fyrir hunda, og gætu eigendur jafnvel freistast til að fá hann að láni.

Skoðaðu úrvalið í vefverslun Epal.is