GLÆSILEGUR TIKI SÓFI FRÁ FOGIA

Tiki sófinn er glæsilegur 3 sæta sófi frá Fogia sem býður upp á mikil þægindi og stílhreint útlit. Tiki er hannaður af verðlaunahönnuðinum Andreas Engesvik einum fremsta norska hönnuðinum í dag, sem hefur m.a. hannað vörur fyrir Georg Jensen, Iittala, Hay, Muuto og Menu.

Fogia er sænskur húsgagnaframleiðandi sem hefur síðustu þrjátíu ár í samstarfi við vel valda Skandinavíska hönnuði framleitt húsgögn fyrir heimili og opinber rými um allan heim.

Létt yfirbragð sófans er einkenni hans, með háar og grannar stálfætur og passar hann vel inn á hvert heimili.