Fjordfiesta – klassísk norsk hönnun

Við vorum að bæta við glæsilegu nýju vörumerki í verslun okkar Epal Skeifunni. Fjordfiesta er norskur húsgagnaframleiðandi sem framleiðir einstaka klassíska skandinavíska hönnun og framúrskarandi gæða húsgögn. Fjordfiesta var stofnað árið 2001 með það markmið að skapa húsgögn sem fara kynslóða á milli og vera fulltrúi norskrar hönnunar.

Sem eini norski framleiðandinn af klassískum húsgögnum einbeitir Fjordfiesta sér að því að uppgötva og kynna falda demanta úr norskri hönnunarsögu.

Þeirra fyrsta verk var að endurkynna tímalausu Scandia húsgagnalínuna, hannaða af Hans Brattrud á sjötta áratugnum. Stólarnir hafa hingað til aðeins verið fáanlegir á antík mörkuðum undanfarna áratugi.

Við erum stolt af því að bæta Fjordfiesta við vandað vöruúrval okkar af klassískri hönnun.