Fermingargjafir – góðar hugmyndir

Er ferming framundan?

Við tókum saman nokkrar góðar gjafahugmyndir fyrir fermingarbarnið. Það er gaman að gleðja fermingarbarnið með tímalausri hönnun sem mun fylgja þeim inn í fullorðinsárin. Fallegur stakur hönnunarstóll í herbergið, hleðslulampar og ljós, String hillur, rúmföt og rúmteppi, hönnunarbækur og önnur vönduð smávara fyrir unglingaherbergið eru dæmi um gjafir sem endast vel og lengi. Leyfðu okkur að aðstoða þig við valið. Gefðu gjöf frá frægustu hönnuðum heims.

– Flettu lengra til að skoða fermingargjafahugmyndirnar – 

Fallegur spegill fyrir herbergið er góð gjöf, smelltu hér til að skoða úrvalið af speglum í vefverslun Epal.

Geymslubox eða standur undir skart er góð gjöf, smelltu hér til að skoða úrvalið í vefverslun Epal. 

Avolt fjöltengið er sniðug hönnun, á hverjum kubb eru þrjár innstungur og tvö USB tengi og kemur í nokkrum litum. Hægt er að festa fjöltengið á vegg og er snúran 1,8 m á lengd. Smelltu hér til að skoða úrvalið í vefverslun Epal. 

String hillukerfið býður upp á marga notkunarmöguleika sem henta vel fyrir unglingaherbergið og hægt að velja meðal annars um String skrifborð, vegghillur, hillusamstæður eða náttborð. Smelltu hér til að skoða String í vefverslun.

Bollar frá Design Letters með skemmtilegum orðum eru vinsæl í gjafir, og hægt að nota á marga vegu fyrir utan það klassíska, bollana má nota sem pennastatíf á skrifborðið, undir litlar plöntur eða til að geyma í förðunarburstana. Smelltu hér til að skoða úrvalið í vefverslun Epal. 

Íslensk hönnun er góð gjöf, Shorebirds eru klassísk hönnun til að skreyta herbergið. Smelltu hér til að skoða úrvalið af trédýrum í vefverslun Epal. 

Hjá okkur í Epal finnur þú gott úrval af vönduðum hönnunar og lífstílsbókum ásamt skemmtilegum albúmum. Smelltu hér til að skoða úrvalið. 

Vönduð rúmteppi og sængurföt er tilvalin fermingargjöf. Smelltu hér til að sjá úrvalið í vefverslun Epal. 

Smelltu hér til að sjá úrvalið af sængum og koddum. 

Vekjaraklukka er nauðsynleg fyrir hvert svefnherbergi, smelltu hér til að skoða úrvalið í vefverslun Epal. 

Spilin frá Printworks eru ekki bara skemmtileg heldur koma í fallegum umbúðum sem gaman er að hafa uppivið. Tilvalin fermingargjöf! Smelltu til að sjá úrvalið af spilum í vefverslun Epal.

Albúmin frá Printworks eru tilvalin til að nýta sem gestabók á stórum dögum  þar sem skemmtilegt er að bæta við ljósmyndum af gestum og varðveita þannig minningar dagsins, hægt er að notast t.d. við Poloroid myndavélar og gestir skreyti sína eigin blaðsíðu. Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.is

Leyfðu okkur að aðstoða þig við valið. Gefðu gjöf frá frægustu hönnuðum heims.