FALLEG HÖNNUN MENU Í EPAL

Menu er danskt hönnunarmerki sem á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1979 og er það í dag eitt fremsta hönnunarmerki dana. MENU vinnur með sumum af hæfileikaríkustu hönnuðum heims í dag og leggur MENU áherslu á að framleiða hönnun í miklum gæðum. Menu framleiðir bæði klassíska og nútímalega hönnun og njóta vörur þeirra mikilla vinsælda á skandinavískum heimilum og fer þar fremst í flokki POV kertastjakarnir frægu. Í ár eru væntanlegar margar nýjungar, vörurnar eru eins og áður í minimalískum stíl og eru náttúruleg efni í forgrunni.
Við vorum að fá nýja lampa frá MENU sem heita JWDA og er hannaður af sænska arkitektnum og hönnuðinum Jonas Wagell.
Carrie er einnig nýr lampi frá MENU sem hannaður er af NORM arkitektum.

Hér að neðan má sjá brot af vöruúrvali MENU,


Hægt er að sérpanta allar vörur frá MENU, kíktu á úrvalið á vefsíðu þeirra MENU.AS