Endurkoma AJ Oxford borðlampans frá Louis Poulsen

Louis Poulsen kynnir endurkomu á glæsilega AJ Oxford borðlampanum sem var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1962. AJ Oxford borðlampinn var hannaður fyrir St Catherine’s háskólann í Oxford þar sem Arne Jacobsen sá einnig um að hanna húsgögnin, lýsinguna og umhverfið og alveg að minnstu smáatriðum eins og hnífapörin.

Lampinn var upphaflega hannaður sem borðlampi í matsalinn þar sem lamparnir virka sem miðpunktur rýmisins við röð glæsilegra eikarborða þar sem 350 manns geta setið. Í dag má enn finna lampann í matsal St Catherine háskólans. AJ Oxford endurspeglar módernískan stíl byggingar St Catherine og grafískar línur lampans og litaval gera lampann fullkominn fyrir nútíma heimili.

Þegar þú skoðar AJ Oxford nánar tekur þú einnig eftir litlum og vönduðum smáatriðum. Lítil koparskrúfa sem heldur skerminum á sínum stað og hvernig snúran er á fágaðan hátt leidd í gegnum stöngina á lampanum. Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og sjáðu AJ Oxford borðlampann.

Smelltu hér til að sjá í vefverslun Epal.is