COMPONIBILI FRÁ KARTELL

Árið 1943 varð Anna Castelli Ferrieri fyrsta konan til að útskrifast frá Milan Polytechnic Institute, hún var þekkt fyrir að nota plastefni í hönnun sína sem var tæknibylting á þeim tíma. Nokkrum árum síðar stofnaði hún hönnunarfyrirtækið Kartell ásamt eiginmanni sínum, Giulio Castelli og varð fyrirtækið fljótt brautryðjandi í notkun plastefnis í nytjahluti. (Við þekkjum flest Kartell í dag en þeir framleiða meðal annars hinn klassíska Bourgie lampa). Anna Castelli Ferrieri hannaði margnota hirslurnar Componibili árið 1969 og hafa þær því verið framleiddar í um 44 ár og eru þær t.d. partur af safni hönnunarvara MoMa safnins í New York.

Componibili eru frábærar margnota hirslur og það fer lítið fyrir þeim. Hægt er að nota þær á heimilinu eða skrifstofuna, á baðherbergið, svefnherbergið, eldhúsið eða á ganginn. Möguleikarnir eru endalausir með Componibili fyrir þá sem vantar sniðugar geymslulausnir.

Componibili hirslurnar eru til í tveimur stærðum og nokkrum litum hjá okkur í Epal.