Bókamerki eftir Olgu Nielsen Egilsdóttur

Olga Nielsen
Gull-og silfursmíðanemi við Tækniskólann.
Er með verkfræðimenntun, B.Sc í byggingarverkfræði en útskrifaðist þaðan 2006. Hefur einnig tekin tvö ár í arkitektúrnámi í Danmörku.

Gersemi bókamerkið er hönnunarverkefni hennar í skólanum, það fékk hæstu einkunn og var valið sem gjöf til gesta fyrir hönd gull-og silfursmíðabrautar skólans.
Bókamerkið er einnig á Jólasýningu Handverks og Hönnunar 2009 Aðalstræti 10.

Bókamerkið er allt unnið hérna heima, og er laser skorið úr áli og rafbrynjað/litað til að loka málminum og til að fá mismunandi liti.