SÉRSTÖK AFMÆLISÚTGÁFA AF VAÐFUGLI

Húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson hannaði Vaðfugla (Shorebird) sem framleiddir eru af Normann Copenhagen, fuglarnir hafa vakið mikla athygli frá því þeir komu í sölu fyrir stuttu síðan og njóta mikilla vinsælda. Í tilefni af 40 ára afmæli Epal var gefin út sérstök afmælisútgáfa af Vaðfuglinum sem kemur í takmörkuðu upplagi, rauður og fallegur.

Sigurjón Pálsson er þriðji íslenski hönnuðurinn til að fá hönnun sína framleidda af hönnunarfyrirtækinu Normann Copenhagen en vörur þeirra eru seldar um heim allan og hafa unnið til fjölmargra virtra hönnunarverðlauna.

Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling.
Epal-shorebird

sigurjon-epal

Nældu þér í fallega íslenska hönnun sem kemur í takmörkuðu upplagi.