75 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFA SEBRA RÚMSINS

Í tilefni þess að 75 ár eru frá því að Juno rúmið var hannað kynnir Sebra Interior, einkaréttshafi á þessari klassísku hönnun, fallega afmælisútgáfu úr beyki – Sebra Bed – Wooden Edition. Fyrstu 200 rúmin eru sérstakar útgáfur með álétrun.

Fræga Juno rúmið var hannað af danska arkitektnum Viggo Einfeldt á árunum 1942-43. Hönnunin var tímalaus og byggð á þeirri hugmynd að rúmið ætti að vaxa með barninu og vera öruggt. Hönnun rúmsins var mjög sérstök og auðþekkjanleg og þótti einnig á þeim tíma mjög sérstakt að áherslan væri á öryggi fyrir barnið. Þetta fallega rúm varð fljótlega mjög vinsælt og er í dag talið vera danskt hönnunartákn.

Sebra Interiør eignaðist síðar einkaréttinn á upprunalega Juno rúminu og kynnti uppfærða útgáfu af klassíska og fallega rúminu undir nafninu Sebra rúm – rúmið sem vex með barninu.

Í Danmörku er klassíska Juno rúmið einnig þekkt úr fjölda fjölskyldubíómynda, þar sem að aðalsöguhetjan átti eitt slíkt. Myndirnar voru 8 talsins og allar teknar upp á árunum 1953-1961 og eru í dag partur af dönskum menningararfi í flokki fjölskylduskemmtunar. Juno rúmið hefur haldið vinsældum sínum í áratugi og klassísk hönnun þess er enn jafn falleg og nútímaleg og þegar það var hannað á fimmta áratugnum.

“Í gegnum árin hafa margar kynslóðir keypt upprunalega Juno rúmið í nýju eða notuðu ástandi í Danmörku, og margar kynslóðir barna hafa sofið í þessu rúmi. Það er vegna þess að í dag hafa foreldrar, ömmur og afar og langömmur og langafar einstaka tengingu við þessa klassísku hönnun. Erfingjar þessa menningarlega fjársjóðs hafa valið að leyfa Sebra að halda áfram með Juno rúmið og danska hönnunararfleið, og við erum mjög stolt og þakklát fyrir það”, segir stofnandi og eigandi Sebra Interiør, Mia Dela.

Sebra fæst í Epal.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal // Sjá hér.