LC SHUTTER EFTIR LOUIS CAMPBELL

Enn á ný hefur Louis Poulsen fengið frábæra hönnuðinn Louise Campbell til liðs við sig til að framleiða ljós, LC Shutter sem var nýlega frumsýnt við góðar móttökur.
LC Shutter er fáanlegt í tveimur litum, alveg hvítt eða hvítt með litríku mynstri sem gefur skemmtileg andrúmsloft.
Ljósið hefur verið undanfarin 2 ár í þróun en það er alfarið framleitt í verksmiðju Louis Poulsen í Danmörku en það var eitt af leiðarljósum Louise Campbell í hönnunarferlinu, að allir hlutar ljóssins væru framleiddir á sama stað.
Útkoman er einfalt og fallegt ljós sem setur svip á hvaða rými sem er.

Ég gæti borðað heilann hest

‘Ég gæti borðað heilann hest’ er frábær spagettímælir eftir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuð. Barnið mælir skammt fyrir 12 ára eða yngri, karlinn og konan er skammtur fyrir fullorðna og hesturinn er mælir fyrir þann sem getur borðað heilann hest eða skammtur fyrir heila fjölskyldu. Bráðskemmtileg hönnun.
Þess má geta að öll framleiðslan fer fram á Íslandi.