Poul Henningsen: Afmælisútgáfa af PH 3½-3

Í tilefni þess að nú eru 120 ár liðin frá fæðingu danska hönnuðarins Poul Henningsen gefur Louis Poulsen út nýja útgáfu af PH 3½-3 ljósinu fræga. Ljósið verður frumsýnt í Epal þann 9.september á fæðingardegi hönnuðarins.

Poul Henningsen leitaðist við að hanna lampa sem gefa milda birtu og eru PH-ljósin í dag auðþekkjanleg, því á þeim eru að minnsta kosti þrír skermar. Nýju PH 3½-3 ljósin eru byggð á upprunarlegum teikningum eftir Poul Henningsen frá árinu 1929 þar sem frægi þriggja laga skermurinn kemur fyrir.

Ljósið verður nú í boði í grænum, gulum, rauðum og hvítum lit með brúnlitum festingum úr kopar. Litirnir eru innblásnir af hönnuðinum sjálfum, og eru ljósin þessvegna mjög litrík.

ikast-11 ikast-28 ph-31-2_3-detail_01_gul ph-31-2_3-detail_04_roed ph-31-2_3-detail_06-hvid ph-31-2_3-detail_08-groen 4.0.1

 Þrátt fyrir að PH 3½-3 ljósið sé yfir 80 ára gamalt þykir það enn í dag vera nútímalegt en þó klassískt á sama tíma, sem gerir það að verkum að það hentar mörgum ólíkum heimilum.

Þegar Poul Henningsen hannaði ljósið lagði hann áherslu á að birtan frá ljósinu skapaði ró og kæmi jafnvægi á umhverfið. PH 3½-3 ljósið veitir góða birtu og gefur hvaða heimili fallegan þokka með því einu að vera til staðar hvort sem kveikt er á ljósinu eða ekki. Það er fallegt eitt og sér eða parað saman með fleiri ljósum.

 Hönnun Poul Henningsen er tímalaus og sumir ganga jafnframt svo langt að kalla hana ódauðlega.

Ljósin verða frumsýnd í Epal þann 9. september, kíktu endilega í heimsókn og sjáðu þessi einstöku ljós.