Jónsdóttir & co

Jónsdóttir & co er nýtt merki hjá okkur í barnadeildinni, merkið er hugarfóstur búðarkonu sem átti sér draum um að hanna einstaka línu undir eigin merki.

Ragnhildur Anna Jónsdóttir er hönnuðurinn bakvið merkið og fyrsta línan sem hún sendir frá sér eru ungbarnasamfellur og smekkir úr lífrænni bómull.

Vinnustofan Ás, sem er verndaður vinnustaður sér um að sauma taupokana, og eru vörurnar vottaðar með Fair Trade merkinu.

 

Teppi frá Brynju Emils

Þessi fallegu teppi úr íslenskri ull eru eftir textíl-og fatahönnuðunn Brynju Emils.
Zikkzakk teppið er hið fullkomna teppi í sófann fyrir köld vetrarkvöld.
Leikgleði er lína af teppum fyrir börn og eru nokkur teppin í línunni margnota.
Hægt er að nota þau einnig sem gólfteppi/leikteppi fyrir börnin og getur því vaxið með þeim.

Verner Panton

Verner Panton er einn áhrifríkasti hönnuður sem uppi hefur verið, hann var brautryðjandi í ljósa og húsgagnahönnun og var sannur “rebel” á sínum tíma. Hönnun hans er tímalaus klassík sem er þó oftast mjög litrík og skemmtilegt.
System 1-2-3 stólarnir voru upphaflega hannaðir af Verner Panton árið 1973, en voru nýlega endurhannaðir af Verpan sem framleiðir hönnun hans í dag. Stólarnir voru hannaðir úr nýjum og betri efnum og eru einstaklega þægilegir og flottir.
Verner Panton hannaði VP ljósið árið 1969-70 sem sjá má hér að ofan.
Gullfallegt og módernískt ljós sem færi hvaða heimili vel.
Við eigum von á VP ljósinu og System 1-2-3 stólunum á næstu dögum, láttu sjá þig!