Segulmögnuð minnistafla frá danska fyrirtækinu Chatboard sem á rætur sínar að rekja til ársins 1982.
Chatboard minnistöflurnar eru klassískar og njóta mikilla vinsælda meðal arkitekta, innanhússhönnuða og má einnig finna þær á fjölmörgum heimilum. Minnistöflurnar voru þróaðar með skapandi einstaklinga í huga og eru tilvaldar á vinnustaði fyrir hugkort, hugmyndir, minnispunkta og margt fleira.