
Við bjóðum verðandi brúðhjónum uppá þá þjónustu að útbúa brúðargjafalista hjá okkur sem er aðgengilegur gestum bæði á vefnum og í verslunum. Við mælum með að brúðhjón kíki við í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjái úrval gjafavara og húsgagna sem í boði eru.
Einnig bjóðum við uppá ráðgjöf, þar sem við kynnum fyrir brúðhjónum það allra nýjasta á markaðnum ásamt klassískri hönnun. Hægt er að panta tíma fyrir ráðgjöf en við tökum alltaf vel á móti brúðhjónum alla virka daga milli klukkan 10-18.
Gjafabréf eru einnig í boði í verslunum okkar og á vefnum. Þau hafa verið vinsæl brúðargjöf hjá okkur í gegnum árin.
Hægt er að búa til gjafalista á vefnum með því að fylla út formið hér fyrir neðan.