Hjalti Geir Kristjánsson
Hjalti Geir Kristjánsson húsgagnaarkitekt (1926 - 2020) hannaði fyrir húsgagnafyrirtækið Kristján Siggeirsson / Káess ásamt því að reka félagið um árabil. Á þeim tíma hannaði hann fjölmarga stóla sem eru vel þekktir. Þar má nefna fundarstóla fyrir Vinnuveitendasamband Íslands (1953), háskólastólinn fyrir Háskóla Íslands (1965), sem má finna í Stúdentakjallaranum, og fundarstóla fyrir Verslunarráð Íslands (1978). Hjalti Geir vann ötullega fyrir því að stækka heim húsgagnaarkitektúrs á Íslandi og var hann einn af stofnendum FHI - félags húsgagna- og innanhússarkitekta árið 1955 ásamt því að vera formaður félagsins í rúman áratug.


Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu auk þess sem starfsemi Epal hefur aukið skilning og áhuga Íslendinga á hönnun.


Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu auk þess sem starfsemi Epal hefur aukið skilning og áhuga Íslendinga á hönnun.


Vörur frá Hjalti Geir Kristjánsson
Onecollection


