Gunnar H. Guðmundsson
Gunnar starfaði lengi hjá Húsameistara Reykjavíkur og vann einnig sjálfstætt. Hann hannaði húsgögn og innréttingar fyrir ýmis hús, þar á meðal Landsbankann og móttökuhúsið Höfða í Reykjavík.
Höfðinginn hefur lengi verið talinn verðmætur safngripur og hefur verið seldur á uppboðum fyrir verulegar fjárhæðir.

,,Höfðinginn sem Gunnar hannaði árið 1961 hlaut verðlaun á hönnunar- og handverkssýningu í München sama ár og vakti einnig athygli á húsgagnasýningu í Olympia Centre í London árið 1974."


Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu auk þess sem starfsemi Epal hefur aukið skilning og áhuga Íslendinga á hönnun.




