Höfðinginn eða „Chieftain“ er eitt þekktasta verk eftir Gunnar H. Guðmundsson, húsgagnahönnuð og arkitekt.
Gunnar starfaði lengi hjá Húsameistara Reykjavíkur og vann einnig sjálfstætt. Hann hannaði húsgögn og innréttingar fyrir ýmis hús, þar á meðal Landsbankann og móttökuhúsið Höfða í Reykjavík.
Höfðinginn sem Gunnar hannaði árið 1961 hlaut verðlaun á hönnunar- og handverkssýningu í München sama ár og vakti einnig athygli á húsgagnasýningu í Olympia Centre í London árið 1974.
Höfðinginn hefur lengi verið talinn verðmætur safngripur og hefur verið seldur á uppboðum fyrir verulegar fjárhæðir.
Nú er þessi klassíska hönnun komin í framleiðslu aftur og í sölu hjá Epal.