Þú finnur danska hönnunarmerkið Montana í verslun okkar Epal Skeifunni.
Montana er eitt þekktasta hönnunarfyrirtæki dana, stofnað árið 1982 af Peter J. Lassen. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar koma í fjölmörgum útgáfum og litum.
Því er hægt að fá hillur sem sérsniðnar eru að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.
Hægt er að panta allar þær vörur sem þú sérð á vefsíðu Montana Furniture.com og brot af þeim má einnig sjá í sýningarsal okkar í Skeifunni 6.
Hafðu endilega samband síma: 568-7733 eða sendu okkur póst á epal@epal.is fyrir frekari upplýsingar.