EKKI TIL Í NETVERSLUN
- Skeifan
- Kringlan
- Laugavegur
- Smáralind
- Vefverslun Epal
Ekki til í netverslun
Smelltu á hnappinn og við látum þig vita þegar þessi vara er komin á lager. Athugið að þetta er ekki pöntun.
Vörunúmer: ISL-URÐ-B10004
STORMUR vetrarsápa er handgerð og framleidd í litlu upplagi í einu. Sápan inniheldur náttúrulegar olíur sem næra og mýkja húðina.
Hverri sápu er hellt í sérhannað mót og handpakkað þegar hún er tilbúin. Sápan inniheldur ilm sem unninn er út frá árstíðarbundinni upplifun. Sápan inniheldur aðeins náttúruleg litarefni, þ.e. virk kol sem draga einnig í sig óhreinindi. STORMUR táknar veturinn og minnir á kröftugar verðrabreytingar þess árstíma. Ilmurinn samanstendur af tóbakslaufi, hlýjum viðartónum, blómum og djúpum moskustónum.
Tonka Baunir / Fíkjuviður / Sandelviður / Jasmín / Marrókóskur sedrusviður / Tóbak / Moskus
Innihaldsefni: Vatn (Aqua), Sorbitol, Sodium Stearate, Sucrose, Propylene Glycol, Sodium Laureth Sulfate, repjuolía (Brassica Napus Linnaeus), Sodium Laurate, Glycerin, Sodium Myristate, Sodium Lauryl Sulfate, Sodium Chloride, Titanium Dioxide, Stearic Acid, Lauric Acid, Pentasodium Pentetate, Tetrasodium Etidronate, virk kol og ilmvatn.
URÐ
URÐ var stofnað árið 2016 af Erlu Gísladóttur. Vörumerkið URÐ er gamalt íslenskt orð sem þýðir jörð eða jarðvegur. Það táknar hreinu innihaldsefnin sem notuð eru í vörum okkar. Allar vörur okkar eru handgerðar með virðingu fyrir náttúrunni. Hugmyndin á bak við URÐ varð til í eldhúsi Erlu með ilm- og húðþróun. Erla hefur bakgrunn í snyrtifræði og listasögu sem kom sér vel við vöruþróunina. Meginhugmyndin var að búa til skapandi ilm- og baðvörur byggðar á gömlum handverksaðferðum með íslenskum innihaldsefnum sem höfðu ekki verið notuð áður í húðumhirðu.
urd











