Sóley Elíasdóttir
Konan að baki Sóley húðsnyrtivörum er Sóley Elíasdóttir, en hún starfaði áður sem farsæl leikkona til fjölda ára. Sóley á ekki langt að sækja áhugann og þekkinguna á íslenskum lækninga- jurtum, því að baki henni standa margir ættliðir grasalækna og nokkrir þeirra hafa orðið meðal þekktustu alþýðuhetja á Íslandi. Virku efnin í snyrtivörunum eru jurtirnar sem eru handtíndar í íslenskri náttúru af Sóley og fjölskyldu og starfsmönnum. Framleiðslan er á Grenivík og vatnið í vörunum kemur úr fjallinu Kaldbaki sem er sögð ein af orkustöðvum islands.