Ásrún Ágústsdóttir
Salún er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem var stofnað í lok árs 2023 af hönnuðinum Ásrúnu Ágústsdóttur. Bakgrunnur Ásrúnar liggur í fatahönnun sem hún lærði bæði í Kaupmannahöfn og við Listaháskóla Íslands.
Kveikjan að Salún er dálæti Ásrúnar á salúnvefnaðnum. Salúnvefnaðurinn á sér djúpar rætur í menningu þjóðar og má finna í heimildum aftur til 14. aldar en orðið salún merkir ábreiða.

,,Markmið Salún er að hanna vörur sem gera menningu þjóðarinnar hátt undir höfði, viðhalda hugmyndafræði á aldagömlum vefnaði sem og einstakri sundmenningu."


Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu auk þess sem starfsemi Epal hefur aukið skilning og áhuga Íslendinga á hönnun.





Vörur frá Ásrún Ágústsdóttir
Salún
Salún


